Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam 108,9 milljörðum króna frá janúar til júlí á þessu ári. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 20,3 milljarða. Fyrstu sjö mánuði ársins fluttu Íslendingar út vörur fyrir 280 milljarða króna en innflutningur nam 388,8 milljörðum króna. Iðnaðarvörur voru 55,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,3% lægra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman en útflutningur á áli jókst. Sjávarafurðir voru 37,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,9% lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum.
Innflutningur jókst um 14,7% á tímabilinu og hlutfallslega jókst innflutningur á eldsneyti mest, eða um 33,6% að verðgildi.
smari@bb.is