Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Næstflestir vilja að Framsóknarflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn, eða 35 prósent, og 33 prósent vilja sjá Samfylkinguna í næstu ríkisstjórn.
Þá vilja 31 prósent að Sjálfstæðisflokkurinn taki sæti í nýrri ríkisstjórn, 30 prósent vilja Pírata og 26 prósent Bjarta framtíð. Þá vilja 19 prósent Viðreisn.
Af þeim flokkum sem ekki hafa sæti á Alþingi í dag nefndu 19 prósent svarenda Flokk fólksins og Dögun var nefnd af fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar.
Sú samsetning flokka sem fólk nefndi oftast var samsteypustjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 14 prósent þeirra sem svöruðu nefndu það. Annars sögðust sex prósent vilja ríkisstjórn Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna.
Fimm prósent svarenda nefndu ríkisstjórnarsamstarf milli Samfylkingar og Vinstri grænna. Fjögur prósent svarenda nefndu Vinstri græn og Bjarta framtíð og önnur fjögur prósent sögðust vilja sjá samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.
bryndis@bb.is