Fjölmenni við hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga

Í dýrðarinnar koppalogni var hátíðarsprenging Dýrafjarðarganga sprengd, að viðstöddu fjölmenni og við mikinn fögnuð. Það var Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem „ýtti á takkann“ og í kjölfarið glumdi lófatak viðstaddra. Fyrir sprenginguna flutti samgönguráðherra, Hreinn Halldórsson forstjóri Vegagerðarinnar og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ávörp.

Það eru Metrostav og Suðurverk sem sjá um verkið undir eftirliti Geotek ehf og Eflu hf.

Lengd ganga í bergi eru 5,6 km með vegskálum og fer gólf í göngunum mest í 90 m.y.s og í þeim verða 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Byggja þarf nýjar brýr á Mjólká og Hófsá og lagðir verða háspennukaplar.

bryndis@bb.is

DEILA