Góður gangur var í greftri Dýrafjarðarganga í síðustu viku, en það var fyrsta heila vikan frá því gröftur hófst. Jarðgangamenn grófu 42,9 m í vikunni sem telst nokkuð gott þar sem þeir eru enn að kynnast berginu, prófa sig áfram með réttar hleðslu og slíkt og slípa saman vinnuflokkinn.
Efnið sem kemur út úr göngunum er flutt beint í vegfyllingu. Enn er unnið að því að ljúka við aðstöðuna í síðustu viku var settur upp GSM semdir frá Símanum við vinnubúðirnar, sambandið í þeim var mjög lélegt en er nú mjög gott og um allt vinnusvæðið. Einnig er verið að ganga frá skrifstofum við gangamunnann bæði fyrir verktaka og eftirlit.
smari@bb.is