Ég svaraði og sýndi þeim rauða mynd

Laugardaginn 16. september 2017 opnaði Ingibjörg Magnadóttir sýninguna ,,Ég svaraði og sýndi þeim rauða mynd“ í Gallerí Úthverfu á Ísafirði.

Ingibjörg Magnadóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands árið 2000 og var einnig við nám í Kaupmannahöfn 1999.  Hún lagði stund á sviðslistanám í Fredriksstað í Noregi 2001-2 og útskrifaðist með MA í ritlist frá Háskóla Íslands 2015.  Hún hefur komið víða við og tekið þátt í fjölmörgum listsýningum og listviðburðum hér heima og erlendis undanfarin ár. Heimasíða:  imagnadottir.com

Sýning Ingibjargar Magnadóttur í Gallerí Úthverfu opnar kl. 16 á laugardaginn og stendur til sunnudagsins 22. október.

bryndis@bb.is

DEILA