Arnarlax gerist bakhjarl Vestra

Frá vinstri, Birna Lárusdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Iða Marsibil Jónsdóttir og Víkingur Gunnarsson.

Bílddælska laxeldisfyrirtækið Arnarlax verður aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Vestra. Skrifafað var undir samkomulag þess efnis á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í gær. Merki Arnarlax mun prýða framhlið búninga Vestra á komandi keppnistímabili. Ingólfur Þorleifsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vestra og Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofustjóri Arnarlax, undirrituðu samninginn en hún er einmitt móðir Adams Smára Ólafssonar leikmanns meistaraflokks. Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs var einnig viðstödd undirritunina ásamt Víkingi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Arnarlax.

smari@bb.is

DEILA