Þeir félagar Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson halda áfram að birta myndir af fallegum fossum í nágrenni fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í gær var foss númer 17 af 30 og það var ónefndur foss í Þverá á Eyvindarstaðarheiði. Á facebook síðu Tómasar kemur fram að Þverá rennur í Eyvindarstaðará, og á líkt og Rjúkandi og Hvalá upptök sín í vötnum uppi á heiðunum sunnan Drangajökuls. Þar kemur sömuleiðis fram að verði af virkjuninni muni stór hluti heiðarinnar verða að risastóru uppistöðulóni með allt að 33 m háum stífluvegg og miklu jarðvegsraski vegna efnisflutninga.
Hér er myndband sem sýnir kvöldkyrrðina á Ófeigsfjarðarheiði.
Myndir og myndbönd í fréttinni eru teknar á facebook síðu Tómasar Guðbjartssonar.
Bryndis@bb.is