Ný finnsk steypustöð er nú að rísa við gangamunna Dýrafjarðarganga, Arnarfjarðarmegin. Í síðustu viku voru starfsmenn að læra á stöðina og stilla en hún er tölvustýrð að miklu leyti þegar allt er komið í gang. Undir eðlilegum kringumstæðum væri nóg að hafa tvö síló en vegna erfiðra samganga og flutninga á staðinn yfir vetratímann var ákveðið að hafa sílóin fimm. Reiknað er með að sementið dugi fyrir að minnsta kosti sex vikna vinnu.
bryndis@bb.is