Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar árið 2017.
Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar var settur á laggirnar árið 2011, á grundvelli heimildar sem sett var í skipulagslög árið 2010 um að verja megi fé úr Skipulagssjóði til að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði skipulagsmála. Í ár hefur sjóðurinn 7 milljónir króna til ráðstöfunar.
Við mat á umsóknum er horft til þess að verkefnin séu líkleg til að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir skipulagsyfirvöld og fagaðila við gerð skipulags og umhverfismats. Við úthlutun úr sjóðnum í ár verður sérstaklega horft til verkefna sem eru til þess fallin að styðja við framfylgd landsskipulagsstefnu.
Þess má geta að árið 2011 fékk Fjórðungssamband Vestfjarða styrk úr sjóðnum til að vinna nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða, um hana er fjallað á vef Fjórðungssambandsins.
bryndis@bb.is