Vörubíll sem var að flytja steypusand frá Þingeyri valt á vinnusvæðinu við Dýrafjarðargöng. Sandurinn er sendur vestur með flutningaskipi og landað á Þingeyri, þaðan þarf að aka honum á framkvæmdastað. Að sögn Gísla Eiríkssonar hjá Vegagerðinni er eðli málsins samkvæmt undirlagið frekar ójafnt á svona vinnusvæðum og þetta gerist annað slagið að menn velta bílunum þegar verið er að sturta.

DEILA