Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mælir með því að fólk sunnan- og vestantil á landinu reyni að njóta veðursins sem í boði er þar sem á föstudag og yfir helgina breytist veðrið talsvert mikið með suðaustlægri átt og rigningu – fyrst og fremst sunnan- og vestanlands, en væta ætti einnig að ná til Vestfjarða um helgina.
„Á meðan verður yfirleitt þurrt á Norðausturlandi og ágætt veður þar. Síðan er útlit fyrir að það snúist til norðlægrar áttar og fari að rigna fyrir norðan og þá kólnar nokkuð hratt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur næstu daga
Breytileg átt 3-8, en austan 5-10 m/s allra syðst. Yfirleitt léttskýjað eða bjartviðri, en víða þokuloft við ströndina norðan- og austanlands fram eftir degi. Hiti 8 til 19 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum SV-til.
Á fimmtudag:
Austan 5-10 m/s með suðurströndinni, annars hæg breytileg átt. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt og bjart með köflum A-til, en suðaustan 5-10 og dálítil væta V-lands. Hiti víða 10 til 16 stig.
Á laugardag:
Suðaustan kaldi og rigning en yfirleitt þurrt NA-lands. Heldur svalara sunnan- og vestanlands.
Á sunnudag:
Austlæg átt, heldur kólnandi veður og víða rigning með köflum.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með rigningu og svölu veðri fyrir norðan, en lengst af þurrt og milt syðra.
smari@bb.is