Mildi að ekki fór verr

Umferðin gekk að mestu vel fyrir sig um verslunarmannahelgina, að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings hjá Samgöngustofu. Þó hefði getað farið enn verr þegar tveir slösuðust í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði í gær  „En það verða síðan svona tilfelli sem vekja mann til umhugsunar eins og bílvelta sem varð á Steingrímsfjarðarheiði í hádeginu í gær. Þá er húsbíll sem veltur og vitni segja að hann hafi farið sjö veltur. Við megum þakka fyrir að það varð ekki banaslys þarna, því annar þeirra sem þarna voru kastaðist út úr honum. Að áliti okkar og lögreglu eru það sterkar vísbendingar um að það að viðkomandi hafi ekki verið í öryggisbelti,“ sagði Einar Magnús í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

smari@bb.is

DEILA