Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn sem er 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.
Afli uppsjávartegunda nam tæpum 39 þúsund tonnum í júlí og dróst saman um 2% samanborið við sama mánuð í fyrra. Af uppsjávartegundum veiddist mest að makríl eða rúm 28 þúsund tonn. Flatfiskaflinn var tæp 3.200 tonn og jókst um 35% á milli ára. Af flatfisktegundum veiddist mest af grálúðu í júlí eða rúm 2.300 tonn. Skel- og krabbadýraafli var 1.632 tonn samanborið við 1.238 tonn í júlí 2016.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2016 til júlí 2017 var 1.120 þúsund tonn sem er 8% meira en yfir sama tímabil ári fyrr.
Verðmæti afla í júlí metið á föstu verðlagi var 6,3% meira en í júlí 2016.
smari@bb.is