Matvælastofnun hefur borist umsókn frá markaðsráði kindakjöts í Reykjavík þar sem sótt er um vernd fyrir afurðarheitið „íslenskt lambakjöt“ (e. „Icelandic Lamb“). Um er að ræða umsókn um vernd afurðarheitis skv. lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Sótt er um vernd sem vísar til uppruna sbr. 4.gr. laga nr. 130/2014. Skv. 2. mgr. 15.gr. sömu laga er heimilt að andmæla þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu.
Andmælum skal skilað skriflega til Matvælastofnunar á netfangið mast@mast.is.
bryndis@bb.is