Íbúarnir njóti sanngirni

Bolungarvíkurhöfn.

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á sjávarútvegsráðherra að horfa til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í bókun bæjarráðs segir að hagsmunir íbúa á svæðinu eiga að njóta sanngirni í ákvörðunum þar sem hagræn áhrif hljóta að skipta máli þegar framtíð fiskeldis á svæðinu er ákveðin.

„Það er fyrirsjáanlegt að hagræn áhrif fiskeldis mun hafa mikil og jákvæð áhrif á byggðina við Ísafjarðardjúp auk þess að þjóðarbúið allt mun njóta góðs af fiskeldinu til lengri tíma litið.

Það er ófrávíkjanleg krafa okkar að hagsmunir samfélagsins séu hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um leyfisveitingar fiskeldis í Ísafjarðardjúpi sem nú er framundan,“ segir í bókuninni.

smari@bb.is

DEILA