Verðmæti útfluttra sjávarafurða hrundi á fyrri helmingi ársins 2017 miðað við sama tíma í fyrra. Nam verðmætið 21,9 prósent lægra en árið á undan en mestur var samdrátturinn í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum. Hagstofa Íslands birti fyrir helgi yfirlit yfir vöruskipti við útlönd á fyrri helmingi ársins. Sjávarafurðir voru rúmlega þriðjungur alls útflutnings, eða 38 prósent.