Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Eysteinn Jóhann Dofrason, tæknifræðingur hjá Suðurverki, segir í samtali við mbl.is að vinnubúðir á svæðinu séu komnar upp og í vikunni verður klárað að setja upp verkstæði, steypustöð og geymslur á svæðinu. Um fjörtíu manns eru að störfum á staðnum.
Byrjað verður að sprengja Arnarfjarðarmegin og grafnir þaðan um 4 kílómetrar. Það sem upp á vantar á 5.300 metra löng göngin verður grafið úr Dýrafirði. Við bætast 300 metra vegskálar þannig að heildarlengd ganganna verður 5,6 kílómetrar.
smari@bb.is