Menn slá á létta strengi á facebook þar sem birtar eru myndir af blómgráðugum kindum í görðum á Suðureyri. Sumir telja þetta vera gesti á einleikjahátíðinni Act alone sem hefst einmitt í kvöld en aðrir að um sé að ræða heimsendingu á grillið, nú eða sjálfvirkar sláttuvélar og áburðardreifarar. Í einhverjum görðum eru öll blómin horfin í varginn og þar er mönnum ekki skemmt.
Kallað er eftir viðbrögðum „Sauðfjárvarna Ísafjarðarbæjar“.
bryndis@bb.is