Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 27,2% í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í júlí var ríkisstjórnin með 34,1% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi íslenskra flokka eða 24,5% og dalar um 5% frá því í júlí. Vinstri græn eru næst stærsti flokkurinn með 20% fylgi og standa í stað milli kannana. Könnunin var gerð dagana 15. til 18. ágúst 2017 og alls svörðu 955 einstaklingar, 18 ára og eldri, könnuninni.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% og mældist 10,6% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,1% og mældist 9,6% í síðustu könnun.
Fylgi Flokk fólksins mældist nú 6,7% og mældist 6,1% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,0% og mældist 4,7% í síðustu könnun.
Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 3,6% og mældist 2,4% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 4,6% samanlagt.