Færri en 30% styðja ríkisstjórnina

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 27,2% í nýrri könn­un MMR á fylgi stjórn­mála­flokk­anna. Í júlí var rík­is­stjórn­in með 34,1% fylgi. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist með mest fylgi ís­lenskra flokka eða 24,5% og dalar um 5% frá því í júlí. Vinstri græn eru næst stærsti flokkurinn með 20% fylgi og standa í stað milli kannana. Könn­un­in var gerð dag­ana 15. til 18. ág­úst 2017 og alls svörðu 955 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri, könn­un­inni.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 10,6% og mæld­ist 10,6% í síðustu könn­un.
Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­ist nú 10,1% og mæld­ist 9,6% í síðustu könn­un.
Fylgi Flokk fólks­ins mæld­ist nú 6,7% og mæld­ist 6,1% í síðustu könn­un.
Fylgi Viðreisn­ar mæld­ist nú 6,0% og mæld­ist 4,7% í síðustu könn­un.
Fylgi Bjartr­ar framtíðar mæld­ist nú 3,6% og mæld­ist 2,4% í síðustu könn­un.
Fylgi annarra flokka mæld­ist 4,6% sam­an­lagt.

DEILA