Um fátt hefur verið meira rætt síðasta sólarhringinn en umdeilt veggmálverk sem prýddi Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í Reykjavík. Málverkið, sem fæstir vissu að væri umdeilt fyrr en á allra síðustu dögum, var málað á vegginn árið 2015 fyrir atbeina Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar. „Sjómaðurinn á heima í Bolungarvík,“ skrifar Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, á Facebook. Jón Páll skrifar að fáir staðir á landinu eigi sjómönnum eins mikið að þakka og Bolungarvík og „það er það síðasta sem við myndum gera er að mála yfir listaverk þeim til heiðurs.“
Hann bendir á að á Ráðhúsinu sé fínasti veggur sem listamennirnir gætu spreytt sig, en til skamms tíma var hann nýttur til að lista upp allar þær opinberu stofnanir sem þar voru til hús. „En þess þarf ekki lengur. Þær eru allar farnar úr bænum. Ég veit að sjómenn í Bolungarvík og samfélagið allt mundi taka vel á móti þessu verkefni,“ skrifar Jón Páll.
smari@bb.is