Bjart með köflum

Það er dáindisgott veður í dag á Vestfjörðum en þokan lá þó yfir snemma í morgun, að minnsta kosti í Önundarfirði. Hér má sjá nokkrar myndir úr vefmyndavélum Snerpu hér á norðanverðum kjálkanum.

Arnarfjörður
Súgandafjörður skartar sínu fegursta
Dýrafjörður bjartur og fagur
Þokan á undanhaldi í Önundarfirði

Landið allt samkvæmt veðurfræðingum

Norðlæg átt 5-10, en heldur hvassari norðvestlæg átt við norðausturströndina fram eftir degi. Rigning eða súld norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegisskúrir. Norðlæg átt 5-13 á morgun, en 10-18 suðaustanlands seinnipartinn. Rigning með köflum austantil, en bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.

Norðan og norðvestan strekkingur eða allhvass vindur á suðausturlandi síðdegis á fimmtudag og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur getur náð meiru en 25 m/s í hviðum við fjöll. Slíkt er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

bryndis@bb.is

DEILA