Hann skvettir aðeins úr sér í dag með norðaustan 8-15 og hitinn er 5 – 12 stig hér á Vestfjörðum en varað er við norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi. Vindur gæti þar náð meira en 25m/2 í hviðum við fjöll. Það er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Það styttir upp seinnipartinn og um helgina eru líkur á brakandi blíðu.
bryndis@bb.is