Beðið eftir skipulagsbreytingum í Teigsskógi

Séð út með Þorskafirði.

Vegagerðin mun ekki sækja um framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar um Teigsskóg fyrr en Reykhólahreppur hefur lokið breytingu á aðalskipulagi. Frá þessu er greint á vef RÚV. Í áliti Skipulagsstofnar á umhverfismati Vegagerðarinnar á nýjum Vestfjarðavegi í Gufudalssveit var lagst gegn vegi um Teigsskóg og mælt með annarri veglínu sem fer í jarðgöngum undir Hjallaháls, en Vegagerðin metur þá leið um 4 milljörðum kr. dýrari. Fjórtán ár eru síðan Vegagerðin kynnti fyrst áform um vegbætur í Gufudalssveit og hefur málið velkst um í kerfinu síðan og veglagningin umdeilda komið til kasta dómstóla í tvígang. Breytingar á aðalskipulagi taka að lágmarki hálft ár og í ljósi sögunnar má hæglega gera ráð fyrir að skipulagsbreytingar í Teigsskógi taki mun lengri tíma.

Reykhólahreppur hefur hafið vinnu við breytingar á aðalskipulaginu og verður lýsing á breytingunum send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar innan skamms. Jafnframt verður hún kynnt almenningi. Þá þarf einnig að fara í frekari rannsóknir á vistfræði framkvæmdasvæðisins og hefur Hafrannsóknastofnun þegar hafi þá vinnu.

smari@bb.is

DEILA