Landssamband smábátaeigenda bíður nú svara frá fiskmörkuðunum hvort fallist verður á beiðni félagsins um að seljendur fái upplýst hver kaupi af þeim aflann. Á fundi sem LS átti með forsvarsmönnum fiskmarkaða deildu aðilar með sér áhyggjum af lækkandi fiskverði. Einkum er það þorskurinn sem var ræddur og það „smánarverð sem hann hefur verið seldur á það sem af er júlí,“ eins og það er orðað á vef Landssambandsins. Einnig kemur fram að fundurinn með forsvarsmönnum fiskimarkaðanna hafi verið hreinskipitnn, enda fara hagsmunir beggja aðila saman.