Höttur bar sigurorðið af Vestra í 2. deild karla á gærkvöld. Þetta var eini leikur kvöldsins í deildinni og fór hann fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum og var þetta lokaleikur í 11. umferð.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en í snemma í þeim seinni komst Höttur yfir. Ignacio Gonzale Martinez skoraði á 51. mínútu og það reyndist eina mark leiksins og lokatölur 1-0 fyrir Hött, sem er núna einu sæti fyrir neðan Vestra. Vestri er í sjöunda sæti með 16 stig og Höttur í áttunda með 15 stig.
+Næsti leikur Vestra er á laugardag og er hann einnig fyrir austan, en liðið mætir Fjarðabyggð á Eskjuvellinum á Eskifirði.