Súrnun hafsins og afleiðingar á vistkerfi

Á fiskifrettir.is er viðtal við dr. Hrönn Egilsdóttir vegna nýrrar rannsóknar í Ástralíu um áhrif súrnunar hafsins á vistkerfið. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að súrnun hafsins valdi því að fisktegundum fækki í kjölfar súrnunar. Hrönn segir rannsóknina áhugaverða og spennandi kost að framkvæma sambærilega rannsókn hér við land.

Hingað til hafa svona rannsóknir aðallega verið gerðar í fiskabúrum og á einni tegund í einu en ekki á heilu vistkerfi.

Ástralska rannsóknin bendir til þess að veiðiálag á ákveðnar tegundir geti haft talsvert að segja um breytingar á vistkerfi og með rannsóknum og þekkingu á viðfangsefninu væri hægt að stjórna veiðiálaginu til að lágmarka umhverfisáhrif.

Hrönn hefur rannsakað eldvirk svæði í sjó með uppstreymi koltvíoxíðs og hefur til dæmis kafað í Breiðafirði en þar er líklegt að slík svæði finnist. En sýrustig sjávar er hærra á svæðum með mikilli eldvirkni og kolstvísýringur streymir upp úr hafsbotninum, þau henta því vel til rannsókna.

Viðtal Fiskifrétta við Hrönn má nálgast hér.

bryndis@bb.is

DEILA