Eins og undanfarin ár verða veittir styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Að öðru jöfnu njóta þeir forgangs úr sjóðnum sem hafa misst foreldra og einstæðar mæður og konur meðan ekki er fullt launajafnrétti. Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum koma umsóknir Vestfirðinga búsettum annarsstaðar til greina.
Félagssvæði Vestfirðingafélagsins er Ísafjarðarsýslur, Ísafjörður, Stranda- og Barðastrandasýslur.
Umsóknir skulu sendar fyrir lok júlí mánaðar 2017 til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Haukur Hannibalsson, Digranesheiði 34, 200 Kópavogur og skal umsögn fylgja frá skólastjóra og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Netfang: haukurhannibalsson@simnet.is
Á síðasta ári voru veittir styrkir að upphæð 450þúsund til þriggja ungmenna frá Vestfjörðum.
bryndis@bb.is