Óskar eftir aðilum til að endurbyggja Kópnes

Sveit­ar­stjórn Stranda­byggðar hef­ur aug­lýst eft­ir aðilum sem gætu haft áhuga á end­ur­gerð og upp­bygg­ingu gamla Kóp­ness­bæj­ar­ins á Hólma­vík. Bær­inn verður ann­ars rif­inn í vet­ur, enda stafar fokhætta af húsunum.

Talið er að húsið hafi verið byggt árið 1916 og það er því yfir hundrað ára gam­alt og friðað, lög­um sam­kvæmt. Húsið er kot­býli með nokkr­um úti­hús­um og er sér­stakt að því leyti að fá sam­bæri­leg býli frá fyrri hluta 20. ald­ar eru enn varðveitt inn­an þétt­býl­isstaða.

DEILA