Ísfirski framherjinn Matthías Vilhjálmsson eru báðir í liði tímabilsins hingað til í norsku úrvalsdeildinni að mati sérfræðinga hjá norsku TV2-sjónvarpsstöðinni. Landi hans, Björn Bergmann Sigurðarson, var einnig valinn í lið tímabilsins.
Þeir Matthías og Björn Bergmann hafa verið sjóðheitir fyrir framan mark andstæðinganna á tímabilinu. Að mati TV2 er Björn Bergmann besti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 10 mörk fyrir Molde í deildinni og er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.
Matthías hefur skorað sex mörk í deildinni og átta mörk samtals í öllum keppnum í síðustu 9 leikjum með meistaraliði Rosenborg.