Matthías í liði tímabilsins

Matthías hefur verið óstöðvandi fyrir framan markið.

Ísfirski framherjinn Matth­ías Vil­hjálms­son eru báðir í liði tíma­bilsins hingað til í norsku úr­vals­deild­inni að mati sér­fræðinga hjá norsku TV2-sjón­varps­stöðinni. Landi hans, Björn Bergmann Sigurðarson, var einnig valinn í lið tímabilsins.

Þeir Matth­ías og Björn Bergmann hafa verið sjóðheit­ir fyr­ir fram­an mark and­stæðing­anna á tíma­bil­inu. Að mati TV2 er Björn Berg­mann besti leikmaður deild­ar­inn­ar en hann hef­ur skorað 10 mörk fyr­ir Molde í deild­inni og er í öðru sæti yfir marka­hæstu leik­menn deild­ar­inn­ar.

Matth­ías hef­ur skorað sex mörk í deild­inni og átta mörk sam­tals í öll­um keppn­um í síðustu 9 leikj­um með meist­araliði Rosen­borg.

DEILA