Lokasóknin framundan

Nú líður að lokum landssöfnunarinnar Vinátta í verki, komnar eru um 40 milljónir í kassann og að sögn aðstandenda stendur söfnunin út næstu viku. Á vefsíðu söfnunarinnar er íslandskort þar sem sjá má hvaða sveitarfélög hafa lagt sitt að mörkum og nú er landið orðið fagurrautt. Örfá sveitarfélög hafa ekki svarað kallinu en hafa ennþá tækifæri til að bregðast við.

Landssöfnunin Vinátta í verki hófst mánudaginn 19. júní þegar fréttist af hamförunum á Grænlandi er flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq. Fjórir fórust og mikið eignatjón var. Íslendingum rennum blóðið til skyldunnar því þegar yfir okkur hafa dunið náttúruhamfarir hafa grannar okkar brugðist vel við. Mörgum er í fersku minni þegar Jónathan Motzfeld sem þá var fulltrúi á grænlenska Landsþinginu afhenti rausnarlega peningagjöf í mars 1996 með þeirri ósk að þeir yrðu nýttir í þágu barna á Flateyri.

Enn má hringja í 907 2003 og leggja 2.500 í söfnunina eða leggja inn á reikning Hjálparstarfs kirkjunnar 0334-26-056200, knt. 450670-0499

bryndis@bb.is

DEILA