Landsliðsmenn stýra æfingum hjá Vestra

Hildur Björg Kjartansdóttir.

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Vestra fá frábæra heimsókn í dag en það eru landsliðsmenn okkar þau Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson. Þau eru á hringferð í kringum landið í tengslum við Körfuboltasumar KKÍ og er Ísafjörður einn af mörgum áfangastöðum þeirra. Hildur Björg mun spila með Breiðablik í vetur en hún hefur leikið bæði heima og erlendis undanfarin ár. Martin er leikmaður Chalon-Reims sem leikur í frönsku A-deildinni. Það er mikill fengur af því að fyrir Vestra að fá þessa reyndu leikmenn í heimsókn en þau munu stýra æfingum og spjalla við krakkana um ferilinn. Iðkendur á aldrinum 7-11 ára æfa frá kl. 16-17 en æfing eldri iðkenda verður frá 17-18.

Martin Hermannsson.
DEILA