Kynningarfundur um endurskoðun á byggðakvóta

Þingeyri. Mynd: Mats Wibe Lund.

Kynningarfundur um endurskoðun á byggðakvóta verður haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri í dag. Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA og fyrrv. stjórnarformaður Byggðastofnunar, mun á fundinum kynna tillögur starfshóps um endurskoðun byggðakvóta en Þóroddur er formaður hópsis.

Tillögur starfshópsins verða birtar opinberlega eftir viku, en frestur til að skila athugasemdum við tillögurnar rennur út í lok júlí.

Sveitarstjórnarfólk og hagsmunaaðilar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn sem verður á milli kl.12 og 14.

DEILA