Íris Ósk ráðin sem tómstundafulltrúi

Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Tekur hún við af Esther Ösp Valdimarsdóttur sem lét af störfum í byrjun mánaðarins og snýr sér að öðrum verkefnum, eftir að hafa starfað sem tómstundarfulltrúi í fjögur ár. Íris hefur áður starfað sem tómstundafulltrúi í Strandabyggð, því hún leysti Esther Ösp af í fæðingarorlofi. Til að byrja með verður Íris í hlutastarfi, en verður komin í fullt starf í lok janúar 2018.

DEILA