Hvar er best að búa

Ísafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Viðskiptaráð hefur nú uppfært reiknivélina „Hvar er best að búa“ og í tilkynningu frá ráðinu segir að þrátt fyrir að álagningarprósenta fasteignagjalda hafi að mestu leyti staðið í stað hafi fasteignagjöld hækka mikið undanfarin þrjú ár vegna gríðarlegra verðhækkana á húsnæði.

Í reiknivélinni er tekið tillit til fasteignaskatta, lóðaleigu, holræsisgjalda, sorphreinsigjalda og vatnsgjalda. Þá er eru niðurgreiðslur vegna dagforeldra, leikskólagjöld, matargjöld í grunnskólum og tómstundagjöld einnig skoðuð. Þannig má sjá í hvaða sveitarfélagi er hagstæðast að búa miðað við tekjur, stærð húsnæðis og fjölda barna í skóla. Loks sýnir reiknivélin fjárhagslega stöðu viðkomandi sveitarfélags.

Hér má nálgast reiknivélina en það er rétt að geta þess að hún tekur ekki tillit til þess hvar lognið á lögheimili né hvar fjöllin eru fegurst.

bryndis@bb.is

DEILA