Grettislaug opnuð eftir viðhald

Á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að umfangsmiklu viðhaldi á Grettislaug á Reykhólum er nú lokið og laugin opnaði aftur á föstudaginn var. Til stóð að bíða með viðhald laugarinnar fram á haust en þegar leki kom á þrýstikút í tækjarými hennar var ekki við ráðið og nú er búið að bæta þrýstikútinn sem lak og skipta út fjörgömlum mótorlokum sem stjórna hitastigi. Starfsmenn laugarinnar luku skyldubundnu skyndihjálparnámskeiði og sundprófi,

Laugin hefur nú verið hreinsuð og máluð og tilbúin til notkunar fyrir heimamenn og gesti.

bryndis@bb.is

 

 

 

DEILA