Ekki svara og ekki hringja til baka

Ekki nýr vinur heldur símaóværa

Ef hringt er úr löngu skrítnu símanúmeri, byrjar til dæmis á 881 þá er því miður ekki um að ræða nýjan vin heldur svokallaða símaóværu. Lögreglan kallar þetta svikanúmer sem gæti haft þann tilgang að hafa fé af fólki sem svarar eða hringir til baka. Ráðlagt er að svara ekki og alls ekki hringja til baka því það gæti það leitt til kostnaðarfærslu á símareikningi.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er ekki vitað um viðskiptavini sem hafa orðið fyrir barðinu á óværunni og eru hugsanleg fórnarlömb hvött til að hafa samband við sína þjónustuaðila.

Snerpa sendir líka út viðvörun þar sem einhverjir viðskiptavinir þeirra hafa fengið tölvupósta um helgina þar sem þeir eru beðnir um að fara inn á ákveðna slóð og slá inn lykilorði. Beint er til þeirra sem opnuðu slóðina að skipta þegar í stað um lykilorð og hafa samband við tölvuþjónustu sína.

bryndis@bb.is

DEILA