Breikkun einbreiðra ganga kostar um helminginn af nýjum göngum og ekki stendur til að breikka þau göng sem fyrir eru að sögn Guðmundar Kristjánssonar, tæknifræðings hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Fyrir helgi varð umferðarslys í Súgandafjarðarlegg Vestfjarðaganga, en sá kafli ganganna er einbreiður. Á vef RÚV er haft eftir Guðmundi að ekki sé líklegt að ráðist verði í að breikka einbreið göng á Íslandi, en auk Vestfjarðaganga eru Múlagöng, Strákagöng og Oddsskarð einbreið, en síðastnefndu göngin verða leyst af hólmi í haust með Norðfjarðargöngum.
„Það er auðvitað framkvæmanlegt [að breikka göngin] en það kostar sirka 50-60 prósent af nýjum göngum. Svo fyrr gerðist það líklega að það væri leitað leiða til að draga ný göng,“ segir Guðmundur.