Vestfirðir í kastljósi N4

Undanfarnar vikur hefur N4 sýnt fimm þætti um Vestfirði. Þetta eru þættir sem teknir voru upp á Flateyri og víðar í kjölfar ráðstefnunnar Vestfirska vorið sem heimamenn á Flateyri héldu í byrjun maí. Fjallað var um ráðstefnuna á vef bb.is á sínum tíma en þar var búinn til vettvangur fyrir fræðasamfélagið og heimafólk til að bera saman bækur sínar.

Í þáttunum er farið víða og rætt við heimafólk, fulltrúa stjórnvalda og fræðaheims.

„Byggðastefna er ekki fyrir hús, byggðastefna er fyrir fólk,“ segir Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri en hann hefur rannsakað ítarlega byggðamál hér á landi.

„Ef enginn vill búa á einhverjum tilteknum stað,  leggst viðkomandi byggð af, það er bara þannig. Byggðastefna snýst um að gefa fólki kost á því að búa þar sem það vill búa og þá og þá þarf jafnframt að svara spurningunni um kostnaðinn við slíka byggðastefnu,“ segir Þóroddur en það er Karl Eskil Pálsson sem ræðir við Þórodd í fimmta og síðasta þætti N4 um Vestfirði en hann var sýndur 18. júní.

Á vef N4 má nálgast alla þættina.

DEILA