Bæjarráð Bolungarvíkur tekur undir áhyggjur sem birtast í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um að verkefni séu í auknum mæli flutt frá heilbrigðiseftirlitum á landsbyggðinni og til ráðuneyta og stofnana í eigu ríkisins. Bæjarráð skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að færa aukin verkefni til heilbrigðiseftirlita á landsbyggðinni og efla þannig starfsemi þeirra.
Fyrir Alþingi liggur breytingarfrumvarp á meginlöggjöf heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Breytingar sem þar eru boðaðar geta haft víðtæk áhrif á starfsumhverfi heilbrigðisnefnda og að mati bæjarráðs geta breytingarnar aukið á flækjustig með tilheyrandi kostnaði fyrir atvinnulífið og sveitarfélög.
Samkvæmt frumvarpsdrögunum er hlutverk heilbrigðisnefnda skert og verkefni færð til Umhverfisstofnunar í átt til aukinnar miðstýringar. „Miðstýring er einfaldur flutningur starfa á einn stað. Nær undantekningarlaustfrá landsbyggð til höfuðborg,“ segir í bókun bæjarráðs Bolungarvíkur.