Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að ráða Valgeir Jens Guðmudsson skólastjóra Reykhólaskóla. Hann tekur við af Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur sem verið hefur skólastjóri í tæp fjögur ár. Skólinn fær áfram að njóta krafta hennar, því Ásta er ekkert á förum og mun starfa við kennslu við skólann.
Valgeir hefur töluverða reynslu af sjórnunarstörfum í skólakerfinu. Hann var deildarstjóri í Grunnskóla Vesturbyggðar á Birkimel, hann hefur nýlega reynslu af starfi skólastjóra við Grunnskólann á Drangsnesi, og kenndi síðasta ár við Grunnskólann á Hólmavík.
Valgeir hefur hlotið kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi, er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og mastergráðu í viðskiptafræði með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði og hefur haldbæra og góða reynslu af rekstri og stjórnun.