Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands segist skilja óánægju fólks með nafnabreytinguna. „Ég skil það mjög vel og þykir að mörgu leyti vænt um slík viðbrögð því við erum þá fyrirtæki sem skiptir máli og fólki finnst skipta máli það sem við erum að gera,“ sagði Árni í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Hann sagði ástæðu fyrir nýju nafni vera markaðslega, áfangastaðir Air Iceland Connect væru ekki lengur aðeins innalands. Af ellefu flugleiðum séu fjórar innanlands og sjö á erlendum vettvangi.
„Við töldum að það væri erfitt að byggja upp tvö vörumerki samhliða heldur að vörumerkið sem við erum að nota verði að standa eitt og gilda á öllum vettvöngum, hvort sem er innanlands eða utan.“