Tekj­ur sveit­ar­fé­laga juk­ust um 8%

Tekj­ur ís­lenskra sveit­ar­fé­laga juk­ust um 8% milli ár­anna 2015 og 2016 og hef­ur tekju­vöxt­ur sam­stæðu sveit­ar­fé­lag­anna ekki verið eins hraður frá ár­inu 2007 þegar hann var 11%.

Þetta kem­ur fram í nýrri sveit­ar­fé­laga­skýrslu Íslands­banka.

Tekj­ur vegna A-hluta juk­ust um 10% en tekj­ur B-hluta juk­ust um 3%. Gjöld A- og B-hluta juk­ust um 0,2% en launa­kostnaður er stærsti kostnaðarliður sveit­ar­fé­lag­anna.

Þar sem tekj­ur juk­ust hlut­falls­lega meira en gjöld batnaði rekstr­arniðurstaða sam­stæðunn­ar fyr­ir fjár­magns- og óreglu­lega liði og hækkaði úr tæp­um 18 millj­örðum króna í rúma 45 millj­arða króna, eða um 152%. Viðsnún­ing­ur­inn felst að mestu leyti í rekstri A-hlut­ans sem var nei­kvæður árið 2015 um 8,6 millj­arða en já­kvæður um 18,2 millj­arða árið 2016.

Elv­ar Orri Hreins­son, skýrslu­höf­und­ur og sér­fræðing­ur grein­ing­ar Íslands­banka seg­ir ánægju­legt að sjá rekstr­arniður­stöðu ís­lenskra sveit­ar­fé­laga batna til muna. „Skuld­setn­ing sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur lækkað nokkuð stöðugt frá ár­inu 2009 sem hef­ur skapað svig­rúm fyr­ir frek­ari innviðafjár­fest­ingu. Kjara­samn­ing­ar og aukn­ar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar hafa und­an­farið haft nei­kvæð áhrif á rekstr­arniður­stöðuna en þau áhrif voru um­tals­vert minni á ár­inu 2016. Það er gott og gagn­legt fyr­ir Íslands­banka líkt og al­menn­ing að fylgj­ast með þróun á stöðu ís­lenskra sveit­ar­fé­laga,” er haft eft­ir Elvari í frétta­til­kynn­ingu frá Íslands­banka.

DEILA