Eftir hryssingslegt veður síðustu daga er allt útlit fyrir að sumarið sé komið, um stundarsakir í það minnsta. Veðurstofan spáir austægri eða breytilegri átt á landinu í dag, víða 3-8 m/s. Léttskýjað um landið vestanvert, en dálítil væta austantil og skúrir síðdegis á Suðurlandi. Hiti 5 til 25 stig, hlýjast vestanlands. Skýjað með köflum á morgun og stöku skúrir síðdegis og heldur hlýnandi.