Ríkið leitar að nýju húsnæði

Víbúðin á Ísafirði hefur um áratugaskeið verið í Aðalstræti 20.

Ríkiskaup, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, hefur auglýst eftir að óskar eftir að taka á leigu um 300-350 m² húsnæði fyrir Vínbúð á Ísafirði. Auglýsingin er í Morgunblaðinu í dag. Húsnæðið mun skiptast að u.þ.b. 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu.

Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum:

  • Húsnæðið skal vera á jarðhæð.
  • Vera á skilgreindu verslunarsvæði.
  • Liggi vel við almenningssamgöngum.
  • Umferð að og frá húsnæðinu sé greið.
  • Góð aðkoma sé að húsnæðinu fyrir viðskiptavini og næg bílastæði (æskilegt er að sérmerkja megi stæði fyrir viðskiptavini Vínbúðarinnar).
  • Húsnæði bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði.
  • Lögð er áhersla á gott aðgengi af bílaplani fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk.
  • Aðkoma að húsnæðinu fyrir flutningabíla og/eða lyftara með vörur skal vera góð.
  • Verslunarrýmið sé sem næst rétthyrnt (hlutföll rýmisins nálægt 3 á móti 2) og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins.
  • Lofthæð skal vera góð þannig að tryggja megi góða hljóðvist og lýsingu.
  • Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og vera samþykkt af þeim. Leigutími húsnæðisins er samkomulag.
DEILA