Nú eru þingið komið í sumarfrí og þá má búast við að þingmenn láti á sér kræla innan um kjósendur. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi er nú ásamt fríðu föruneyti á ferð um sína fornu heimaslóð en hann var um árabil forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, eða forvera hennar.
Með Guðjóni er í för formaður Samfylkingar Logi Einarsson og varaformaður Heiða Björg Hilmarsdóttir. Þau hafa í dag ferðast víða um og heimsótt fyrirtæki og stofnanir en kl. 17:00 í dag verður opinn fundur í Rögnvaldarsal þar sem þau vilja ræða framtíð Vestfjarða og gefst fundarmönnum færi á að ræða málin og spyrja gestina frétta af þingstörfum.
bryndis@bb.is