„Með Óratorreki gerist Eiríkur Örn ókrýndur meistari hinnar óbeizluðu hugsunar í íslenskum ljóðaskáldskap. Að vísu hefur samkeppnin daprast, eftir að þá Steinar Sigurjónsson og Dag Sigurðarson leið. Óbeizluð hugsun? Hugsun sem fer á flug – hugarflug,“ svo hefst glimrandi ritdómur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram um Óratorrek eftur Eirík Örn Norðdahl.
„Engum nema meistara hugarflugs og ímyndunarafls dytti í hug að fjalla um fjörbrot kapítalismans og kebab í sömu setningunni. Það gerir Eiríkur Örn og vekur upp löngun í kebab,“ skrifa hjónin og af heilsufarsástæðum vara þau við að lesa meira en eitt ljóð í einu. „Það getur haft ófyrirséðar aukaverkanir, eins og jafnvægisleysi eða vott af svima – eða vantrú á framtíð mannkynsins.