Markaðshelgin

Það verður mikið stuð í Bolungarvík um helgina.

Það er líf og fjör í Bolungarvík um næstu helgi því hin árlega Markaðshelgi fer fram frá 29. júní til 1. júlí. Dagskráin er að venju fjölbreytt og spennandi, Musteri vatns og vellíðunar er opið alla helgina sem og Sjóminjasafnið Ósvör og Náttúrugripasafn Bolungarvíkur. Í félagsheimilinu opnar Ágúst Svavars ljósmyndasýningu og þar verður líka nýrri örnefnaskrá veitt viðtöku.

Tónlistin er í heiðri höfð og má þar til dæmis nefna Heru Björk, Bjössa Thor og Kalla Bjarna sem ætla að gleðja gesti og íbúa Bolungarvíkur. Það verður krakkafjör og harmonikkur, akróbatar frá Sirkus Íslands, golf og skrúðganga litanna. Brekkusöngur og fimleikar og Gísli á Uppsölum ætlar líka að mæta.

Það er því ljóst að engum ætti að leiðast í Bolungarvík á helginni en nálgast má dagskrána á heimasíðu Bolungarvíkur.

DEILA