En líkt og síðustu ár heldur Rauði krossinn á norðanverðum Vestfjörðum námskeiðin Mannúð og menning/Gleðidagar í Barnaskólanum í Hnífsdal. Námskeiðin verða haldin í júlí fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Að sögn forsvarsmanna er á námskeiðinu lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni.
Börnin fá einnig innsýn í skyndihjálp, fjölmenningu og umhverfisvernd auk þess sem farið verður í útileiki og vettvangsferðir.
Nánari upplýsingar um námskeiðin sem haldin eru í júlí má nálgast hjá Margréti í síma 847-8424.