Karlakórinn Ernir syngur á fjórðu og síðustu vortónleikum sínum í Guðríðarkirkju í Reykjavík í kvöld. Áður hafði kórinn haldið vortónleika á Ísafirði, í Bolungarvík og á Þingeyri. Kórinn heldur á næstu dögum til Vesturheims þar sem hann heldur tónleika á Íslendingaslóðum í Gimli og í Winnipeg. Stjórnandi kórsins er Beáta Joó og undirleikari á tónleikunum í kvöld er Pétur Ernir Svavarsson. Þeir Aron Ottó Jóhannsson og Guðni Albert Einarsson syngja einsöng. Tveir dúettar koma fram á tónleikunum, annars vegar þeir Ólafur Halldórsson og Páll Gunnar Loftsson og hins vegar Pétur Ernir Svavarsson og Magni Hreinn Jónsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.