Gulsveðjur fundust í bílskúr

Gulsveðja. Mynd: Erling Ólafsson.

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Ekki er vitað hvenær þær komust inn í bílskúrinn en öll þrjú dýrin voru dauð þegar þau fundust. Ekki er vitað hvort að þessi skordýr búa í Tunguskógi í Tungudal en starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða ætla að kanna það á næstu vikum. Það lítur út fyrir að þetta skordýr finnst nú í fyrsta skipti á Vestfjörðum. Vitað er um þrjá aðra fundarstaði á Íslandi: Reykjavík (1986), Keflavík (2002) og Vogar (2004).

Alguli hausinn er aðaleinkenni gulsveðjunnar en lítið er vitað um lífshætti hennar nema að hún lífir á barrtrjám. Gulsveðaj berst hingað til lands með viði en mest útbreiðslan hennar er á Spáni, í S-Rússlandi, N-Afríku og í Miðausturlöndum.

Náttúrustofa Vestfjarða hvetur fólk til að hafa samband verði það vart við óvenjuleg náttúrufyrirbæri.

DEILA